Aðgengi að leiðbeinendum

Sérstaða Netkennslu NTV er m.a. aðgengi áskrifenda að leiðbeinanda, en hjá honum er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og fá aðstoð við að skilja kennsluefnið betur.

Í hvert sinn sem áskrifandi horfir á kennslumyndband birtist innfyllingarform á skjánum þar sem hann getur sent fyrirspurn og kallað eftir aðstoð leiðbeinandans. Einnig er hægt að smella hér.

Markmið okkar er að svara áskrifendum eins fljótt og auðið er og ekki seinna en þremur virkum dögum frá því að fyrirspurn berst.

Áskrifendur geta einnig óskað eftir aðstoð með því að hafa samband við þjónustuborð Netkennslu NTV sem er opið fjóra daga vikunnar, alla mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:00-18:00, nema þegar um almenna frídaga er að ræða.

Síminn í þjónustuveri Netkennslu er 544-4500.