Um Netkennslu NTV

Netkennsla.is er kennsluvefur með um 600 kennslumyndböndum. Markmið okkar er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu. Við stefnum ávallt á að vera leiðandi í netkennslu á Íslandi, með íslenskt efni og þjóna breiðum hópi ánægðra viðskiptavina.

Áhersla er lögð á að þjónusta þá sem vilja læra að nýta sér hugbúnað, snjalltæki og tölvur við störf, í skóla eða til skemmtunar. Kennslumyndböndin gagnast líka til upprifjunar og sem stuðningur þegar verkefni kalla.

Netkennsla.is inniheldur myndbönd fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna þannig að flestir ættu að finna kennsluefni við hæfi. Það er okkar metnaður að auka stöðugt framboð kennsluefnis þannig að vefurinn nýst sem flestum í starfi og leik.

Allt kennsluefnið er aðgengilegt áskrifendum á netinu í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Netkennsla NTV er í eigu NTV skólans (www.ntv.is).  Skrifstofa Netkennslu NTV er að Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.  Símanúmerið í þjónustuveri Netkennslu NTV er 544-4500. Kennitala félagsins er 610716-1050.  Starfsemi og þjónusta Netkennslu NTV er undanþegin virðisaukaskatti (VSK).

Allar ábendingar, óskir, lof eða last eru vel þegnar – vinsamlega smellið hér.