Um Netkennslu NTV

Markmið okkar er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu með góðri þjónustu og auðveldu aðgengi að leiðbeinendum.  Við stefnum ávallt á að vera leiðandi í netkennslu á Íslandi og þjóna breiðum hópi ánægðra viðskiptavina.

Í dag er áhersla lögð á að þjónusta þá sem vilja læra meira að nýta sér tölvur, snjalltæki og hugbúnað við störf, í skóla eða skemmtunar. Kennsluefnið miðast við að áskrifendur hafi meðalgetu eða séu skemmra komnir. Kennsluefnið er ekki ætlað þeim sem hafa mjög mikla getu í að nýta sér viðkomandi lausnir, en breiddin af kennsluefninu ætti þó að geta nýst flestum. Við höfum metnaðarfull markmið um að auka stöðugt framboð af kennsluefni.

Verðlagning kennslunnar miðast að því að sem flestir geti nýtt sér hana til að bæta hæfni sína í starfi og leik. Kennslumyndböndin gagnast líka til upprifjunar og sem stuðningur þegar verkefni kalla. Allt kennsluefnið er aðgengilegt áskrifendum á netinu í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Ólafur Kristjánsson er búinn að vera í 8 ár að framleiða og hanna kennsluefni sem Netkennsla NTV byggir á í dag. Ólafur hefur yfirumsjón með framleiðslu alls kennsluefnis ásamt því að sinna sölu- og kynningarstarfi.

Netkennsla NTV er í eigu NTV skólans (www.ntv.is).  Skrifstofa Netkennslu NTV er að Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.  Símanúmerið í þjónustuveri Netkennslu NTV er 519-4500.  Kennitala félagsins er 610716-1050.  Starfsemi og þjónusta Netkennslu NTV er undanþegin virðisaukaskatti(VSK).

 

Allar ábendingar, óskir, lof eða last eru vel þegnar – vinsamlega smellið hér.