Þegar þér hentar

Með áskrift að Netkennslu gefst þér tækifæri til þess að læra þegar þér hentar, þar sem þér hentar.

Aðstoð kennara

Ef þú lendir í vandræðum eða finnst eitthvað óskýrt átt þú kost á að senda kennara fyrirspurn sem svarar þér um hæl.

Stöðugar uppfærslur

Námsefni Netkennslu er uppfært reglulega til þess að vera ávallt með það sem er vinsælt og mikið notað hverju sinni.

Netkennsla.is er kennsluvefur með um 600 kennslumyndbönd.

Markmið okkar er að bjóða faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu. Við stefnum ávallt á að vera leiðandi í netkennslu á Íslandi, með íslenskt efni og þjóna breiðum hópi ánægðra viðskiptavina.

Áhersla er lögð á að þjónusta þá sem vilja læra að nýta sér hugbúnað, snjalltæki og tölvur við störf, í skóla eða til skemmtunar. Kennslumyndböndin gagnast líka til upprifjunar og sem stuðningur þegar verkefni kalla.

Netkennsla.is inniheldur myndbönd fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna þannig að flestir ættu að finna kennsluefni við hæfi. Það er okkar metnaður að auka stöðugt framboð kennsluefnis þannig að vefurinn nýtist sem flestum í starfi og leik

Hvar sem er, hvenær sem er !

1
2
3
4
1

Í vinnunni

2

Í sumarbústaðnum

3

Uppi í rúmi

4

Á ferðinni

Vefur Netkennslu er sérstaklega hannaður með það í huga að fólk geti horft á myndböndin hvort heldur sem er í tölvu, spjaldtölvum eða símum. Með þessu gefst áskrifendum Netkennslu stöðugur aðgangur að námsefninu og geta þeir því nýtt sér það hvar og hvenær sem er.

Sérstaða Netkennslu NTV er m.a. aðgengi áskrifenda að leiðbeinanda, en hjá honum er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og fá aðstoð við að skilja kennsluefnið betur.

Í hvert sinn sem áskrifandi horfir á kennslumyndband birtist innfyllingarform á skjánum þar sem hann getur sent fyrirspurn og kallað eftir aðstoð leiðbeinandans. Einnig er hægt að smella hér. Svar mun berast innan þriggja virkra daga.

Áskrifendur geta einnig óskað eftir aðstoð með því að hafa samband við þjónustuborð Netkennslu NTV sem er opið fjóra daga vikunnar, alla mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:00-18:00, nema þegar um almenna frídaga er að ræða.

Námskeiðin okkar

Hvernig byrja ég að læra á Netkennslu.is ?

Veldu áskriftarleið sem hentar þér.

Netkennsla.is býður upp á mismunandi áskriftaleiðir. Hægt er að skrá sig í mánaðarlega áskrift sem skuldfærð er af korti notanda. Þá er einnig hægt að kaupa ársáskrift í senn sem er hagstæðara.

Athugaðu að fyrirtækið sem þú starfar hjá gæti verið með samning við Netkennslu sem veitti þér aðgang að námskeiðunum þér að kostnaðarlausu. Kannaðu málið hér.

Skráðu upplýsingarnar

Hér fyllir þú út helstu upplýsingar um þig svosem nafn, heimilisfang, síma og tölvupóstfang. Eins getur þú skráð inn ef þú vilt að nafn fyrirtækis komi fram á reikningnum. Ef svo er mátt þú setja kennitölu þess í „Ítarlegar upplýsingar“ reitinn.
Því næst þarf að haka í að þú samþykkir viðskiptaskilmálana og ýtir þar næst á „Greiða“

Veldu greiðsluleið sem hentar.

Netkennsla.is tekur á móti öllum helstu greiðslukortum. Veldu hvaða tegund korts sem þú vilt að áskriftin verði dregin af. Bæði er hægt að greiða með debet- eða kreditkorti.

Þegar þú hefur valið greiðsluleið ert þú send/ur á örugga síðu færsluhirðingaraðila okkar, Dalpay.is.

Skráðu inn greiðsluupplýsingar.

Á öruggri greiðslusíðu skráir þú inn kortaupplýsingar og greiðir.
Þaðan ert þú send/ur á staðfestingarsíðu sem staðfestir að greiðsla hefur borist og hvaða áskrift þú hefur keypt þér.

Kvittun og staðfesting.

Á öruggri greiðslusíðu skráir þú inn kortaupplýsingar og greiðir.

Innskráning á vefinn.

Þegar þú hefur lokið við að skrá þig og ganga frá greiðslu fyrir áskriftinni opnast sjálfkrafa fyrir námskeiðin og þú getur skráð þig inn á síðuna með tölvupóstfanginu þínu og lykilorði sem þú valdir.

Notendanafnið er tölvupóstfangið sem þú gafst upp og lykilorðið það sem þú valdir þér.
Ef þú átt í vandræðum með að skrá þig inn getur þú haft samband við þjónustuver okkar eða sent póst á hjalp@netkennsla.is

Veldu þér námskeið til að byrja á.

Þegar þú ert innskráð/ur og með virka áskrift hefur þú aðgang að öllum námskeiðum Netkennslu.
Veldu þér eitt af fjölmörgu námskeiðum sem eru í boði.

Þegar þú hefur fundið þér námskeið við hæfi smellir þú á það sem gefur þér yfirlit yfir námskeiðshlutana.

Yfirlit yfir innihald námskeiðs.

Þegar þú hefur smellt á það námskeið sem þú vilt byrja á færð þú lista yfir námskeiðshlutana í boði. Hver námskeiðshluti samanstendur af stuttu og hnitmiðuðu myndbandi. Námskeiðshlutarnir eru raðaðir í þeirri röð sem kennarinn telur henta best og hvetjum við því notendur til þess að horfa á þau í þeirri röð.

Smelltu á „Hefja námskeið“ og þar næst á fyrsta námskeiðshluta.

Horfðu á myndbandið.

Stutt og hnitmiðað myndband birtist á skjánum sem þú getur horft á. Þegar myndbandinu er lokið getur þú sent inn fyrirspurn til kennara ef þér finnst eitthvað óskýrt. Að öðrum kosti getur þú smellt á „Ljúka hluta“ og þú færist á næsta námskeiðshluta. Þetta ferli heldur áfram þar til þú hefur skoðað öll myndböndin.

Þá getur þú hafið ferlið aftur á ný með nýju námskeiði.

Skráðu þig fyrir fréttabréfi Netkennslu.
Ný námskeið, snjallræði og fleira.

Með því að senda inn beiðni um fréttabréf staðfestir þú að upplýsingarnar sem þú gefur upp eru réttar og heimilar NTV skólanum að senda þér regluleg fréttarbréf. NTV skólinn mun ekki afhenda þriðja aðila upplýsingarnar.

Mannauður Netkennslu NTV skólans

Starfsfólk Netkennslu NTV skólans er blanda af þaulreyndum reynsluboltum og ungu og framsæknu hæfileikafólki. Þau eru til þjónustu reiðubúin.

Allur réttur áskilinn - Netkennsla NTV skólans.