Kennsluefni í boði

Netkennsla.is er kennsluvefur með um 600 kennslumyndböndum. Áhersla er lögð á kennslu fyrir þá sem vilja læra að nýta sér tölvur, snjalltæki og hugbúnað við störf sín. Flestir ættu að finna kennsluefni við hæfi þar sem kennsluvefurinn inniheldur myndbönd fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Vefurinn á því að geta nýst flestum í starfi og leik.
Reglulega er nýju efni bætt inn á vefinn og er það sérstaklega merkt sem „Nýtt efni“ á valmynd fyrir námskeið. Nú má m.a. finna nýtt kennsluefni fyrir Microsoft Office 365, sérsniðið að nýjum notendum í skýjalausnum. Efnið er að finna undir flipanum „Námskeiðin“ og námskeiðsflokkunum Office 365, One drive og Outlook. Einnig er nýtt efni fyrir Excel, Word og Power Point.
Í hverjum mánuði framleiðum við nýtt kennsluefni ásamt því að uppfæra fyrirliggjandi efni eftir óskum áskrifenda. Allar ábendingar og óskir um nýtt kennsluefni frá notandum eru vel þegnar.
Vinsamlega smellið hér til að senda inn lof eða last.