Kennsluefni í boði

Netkennsla NTV er nú kynnt til sögunnar í nýjum búningi og með nýjar áherslur í þjónustu, en netkennslan byggir á langri sögu og á orðið töluvert af kennsluefni.

Í fyrstu er áhersla á að kenna almenna færni á tölvur, snjalltæki og hugbúnað með áherslu á þá sem hafa meðalgetu eða eru skemmra komnir. Myndböndin eru ekki hugsuð fyrir þá sem eru komnir með mikla þekkingu og hæfni á viðkomandi hugbúnaðarlausnum, en eitthvað af kennsluefninu ætti að gagnast flestum. Sem dæmi má nefna að mikið af Snjallræði stiklunum sem eru fríar á vefnum hafa komið mörgum á óvart sem telja sig kunna mikið – hver dæmir fyrir sig!

Undanfarna mánuði höfum við framleitt mikið af kennsluefni í Windows, Excel 2016, Word 2016 og Office 365. Allt annað kennsluefni hefur verið framleitt á síðustu 12-24 mánuðum. Við ætlum að halda áfram að framleiða mikið af nýju kennsluefni á þessu ári ásamt því að uppfæra fyrirliggjandi efni eftir óskum áskrifenda.

Allar ábendingar og óskir um nýtt og betra kennsluefni eru vel þegnar – Vinsamlega smellið hér til að senda inn lof eða last.