Áskriftir í boði

Einstaklingar:

Fyrir einstaklinga eru þrjár áskriftarleiðir í boði:

  1. Sækja um áskrift með styrk frá stéttarfélaginu þínu/starfsmenntasjóðnum þínum. Þú færð aðgengi strax með því að fylla út upplýsingaform. Við hjálpum þér að sækja styrkinn þinn.
  2. Mánaðaráskrift sem skuldfærist af kreditkorti mánaðarlega þar til áskrift er sagt upp.  Aðgengi opnast strax og kortaupplýsingar hafa verið samþykktar.
  3. Ársáskrift sem greiðist í einni greiðslu gegn góðum afslætti frá mánaðaráskrift. Aðgengi opnast strax og kortaupplýsingar hafa verið samþykktar.

Ef þú hefur áhuga á áskrift og greiða með öðrum hætti en með kreditkorti, eða ef einhver annar en þú vill greiða, samanber vinnuveitandi, þá getur þú sent okkur beiðni um slíkt á skoli@ntv.is

Fyrirtæki:

Fyrirtækjum gefst kostur á að kaupa áskrift fyrir starfsfólk sitt til notkunar í vinnu og heima. Aðgangur byggir á vinnunetfangi starfsmanns.

Til að fá frekari upplýsingar um fyrirtækjaáskrift hafið samband við skoli@ntv.is eða í síma 544 4500.